CarPro ClearCut "heavy cut" massi 1L


Tilboðsverð 4.830 kr Almennt verð

6.900 kr

VSK innifalið í verði. Shipping calculated at checkout.

CarPro ClearCut er mjög öflugur og grófur massi sem CarPro bíður upp á. Á undanförnum árum hefur CarPro verið að vinna í að búa til fljótvirkan og öflugan massa sem sker niður meirihluta af rispum með sem fæstum umferðum!
ClearCut er massinn sem þú notar áður en þú tekur lokaumferð með fínni massa, var hann þróaður til að virka hratt og örugglega, gerir þetta þér kleyft að vinna mjög nákvæmt og um leið og rispurnar eru hættar að vera sjáanlegar veistu að þú ert tilbúinn í að fara í lokaumferð með fínni massa eins og CarPro Reflect eða CarPro Essence. 
Engin fylliefni eru í ClearCut og sérðu því nákvæmlega það sem hann nær að fjarlægja og er ekkert falið með neinum aukaefnum til að hylja rispur. 
Mjög auðvelt er að fjarlægja allan ClearCut massa af lakkinu með CarPro Eraser. 

Ólíkt hefðbundum grófum massa þá fer CarPro nýjar leiðir. Þú vilt byrja mjög létt á lakkinu og enda umferðina með meiri þrýsting á mössunvarvélinni til að fá sem bestu niðurstöður. Lítið ryk myndast við mössun sem auðveldar vinnu og sparar tíma, sparaðu þér klukkutíma við mössun með ClearCut. 

Skurður: 10/10

Finishing: 6/10

 Hvaða massi er réttur fyrir þitt lakk? Smelltu hér

- - - 


Eiginleikar: 
- Nýjasta kynslóð af massa
- Fjarlægir rispur mjög hratt
- Sparar tíma
- Engin fylliefni
- Lítið ryk
- Fjarlægir P1000 slípiför og uppúr
- Má nota með hjámiðju- og rotary mössunarvél 
- Virkar vel bæði með svamp-, microfiber- eða ullarpúðum.

Leiðbeiningar:
- Ef púðinn er hreinn og ónotaður skal vinna inn í púðan meira magn af massa en vanalega er gert til að fylla upp í alla þá fleti í púðanum. Bæta skal svo við um 3-4 litlum dropum á púðann fyrir fyrstu umferð
- Dreifið úr massanum yfir það svæði sem verið er að vinna í. 
- Notið mjög lítinn þrýsting og farið 2-3 umferðir yfir svæðið og aukið þrýstinginn í hverri umferð. 
- Þegar rispur eru farnar eða mössun er lokið skal þurrka af með microfigber klút. 
- Færið ykkur á nýtt svæði og berið á púðann um 6-8 dropum og endurtakið fyrri skref. 

Fylgja skal eftir mössun með ClearCut umferð með CarPro Reflect eða CarPro Essence til að koma í veg fyrir för eftir massa og fá fullkominn gljáa.