CarPro FogFight Kit 100ml


Almennt verð 1.290 kr
VSK innifalið í verði. Shipping calculated at checkout.

Ein auðveldasta leiðin til að koma í veg fyrir móðu og raka á rúðum og speglum. 

Hve oft lendir þú í því að setjast inn í kaldan bíl og hann fyllist fljótt af móðu, þú reynir að strjúka yfir með erminni á úlpunni og lendir í bölvuðu veseni og skítur út rúðuna. Komdu í veg fyrir móðu á framrúðunni hjá þér með CarPro Fog Fight. Þegar móða reynir að myndast á rúðunni þá koma fráhrindandi efnin í Fog Fight í veg fyrir að rakinn nær að binda sig saman og mynda móðu. Er það alveg ómögulegt að móða myndist á rúðunni og var Fog Fight sett í gegnum miklar álagsprófanir og myndast ekki einu sinni móða þó að gufa frá sjóðandi vatni var látið fara yfir gler í meira en 1klst. 

Eiginleikar: 
Álagsprófað, engin móða myndast við gufu frá sjóðandi vatni, prófanir gerðar á hitabreytingum og þolir Fog Fight yfir 100 umferðir af köldum og heitum breytingum. 
Ein umferð endist í rúman mánuð ósnert. 

Innihald: 
1x Fog Fight 100ml með spreygikk
1x Púði til að bera á með
2x Microfiber klútur til að bera á með
1x Microfiber klútur til að þurrka af með

Leiðbeiningar: 
Hristist fyrir notkun.
Berist á þurrt yfirborð: Úðið litlu magni af Fog Fight á rúðuna og dreifið jafnt úr með minni klútnum vöfnum utan um púðan. Leyfið efninu að þorna áður en þurrkað er af með stærri klútnum. 
23-70° Halli (framrúða t.d) c.a. 10 mínútur
70-90° Halli (hliðarrúður t.d.) c.a. 1-3 mínútur
Ekki þurrka eða nota vatn á rúðuna eftir að búið er að bera Fog Fight á. 

Auka upplýsingar: 
Forðist að nota vöruna við mjög rakar aðstæður ef mögulegt er. Ef yfirborð er mjög óhreint skal nota CarPro Eraser og glugga klút til að þrífa. 
Geymist á köldum og þurrum stað. 
Geymist þar sem börn ná ekki til. 
Ábending: Í mjög köldu veðri skal úða mjög fínum úða yfir rúðuna (ekki of mikið) og nota þykkari microfiber klút til að þurrka vel af ef nauðsyn er.